Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa fyrir eftirfarandi tímabil:
Sumar innanlands: tímabilið 27. maí - 30. september 2024. Athugið að nýja orlofshús félagsins að Þórsstíg 28 verður leigt út frá og með 1. júlí 2024 og kostar vikuleiga 35.000 kr. í sumar. Verð á öðrum orlofskostum innanlands í sumar (Munaðarnes og Akureyri) helst óbreytt, 23.000 kr. vikan.
Jól og áramót Tenerife: tímabilið 17. desember 2024 til 7. janúar 2025. Athugið að vegna þess hvernig jólafrídagarnir koma út næst verður í boði 3ja vikna leiga nú um jólin sem kostar 147.000 kr.
Páskar Tenerife: tímabilið 15. - 29. apríl 2025
Haust og vetur á Tenerife opnast kl. 14:00 þann 3. apríl og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Athugið að ákveðið hefur verið að þrifagjald sé nú innifalið í verðinu á Tenerife og hefur því vikan hækkað úr 35.000 kr í 49.000 kr. (tvær vikur eru nú á 98.000 kr. og jólin sem eru 3 vikur eru á 147.000 kr.).