styrktarsjodur BSRB

Styrktarsjóður BSRB

Styrktarsjóði BSRB er ætlað að greiða bætur til sjóðsfélaga í slysa- og veikindatilvikum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum. Styrktarsjóður BSRB var stofnaður í desember 2001 og hóf reglulega starfsemi í febrúar 2002. Innheimta iðgjalda hófst 1. janúar 2001. Tekjur sjóðsins árið 2010 voru 0,75% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem undir sjóðinn heyra. Aðildarfélög að styrktarsjóðnum eru öll félög BSRB (þ.m.t. FFR) nema SFR, Landsamband lögreglumanna og Póstmannafélag Íslands.

Heimasíða Styrktarsjóðs BSRB

 

logo SmenntStarfsmennt fræðslusetur

Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 til að sinna heildstæðri þjónustu á sviði endur- og símenntunarmála fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Setrið er því þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildafélaga sem að setrinu standa (þ.m.t. FFR). Það metur þörf fyrir fræðslu hjá einstökum stofnunum og stofnanahópum, kemur á starfstengdum námskeiðum, leggur fram nýjungar á starfsþróunarverkefnum og veitir stofnunum ráðgjöf.
Starfsemi fræðslusetursins hefur falist að mestu leyti í því að bjóða upp á margvísleg námskeið sem styrkja persónulega hæfni einstaklinga sem og getu þeirra í starfi. Námskeiðin falla einkum undir almenn námskeið, starfstengd námskeið, tölvunámskeið og fleira.

Heimasíða Starfsmenntar


Starfsmenntunarsjóður FFR

Nú geta félagsmenn sótt um styrki til náms hjá Starfsmenntunarsjóði FFR.  

Reglur Starfsmenntunarsjóðs FFR

Umsóknareyðublað

 

Þróunar- og símenntunarsjóður FFR

FFR og Isavia reka sameiginlegan styrktarsjóð sem ætlað er að efla þróun félagsmanna í starfi og auðga símenntun þeirra. FFR og/eða Isavia sækja um styrki fyrir hönd félagsmanna til sjóðins. Einstaka félagsmenn geta ekki sótt sjálfir um styrki frá þessum sjóði.

Reglur þróunar- og símenntunarsjóðs FFR

Umsóknareyðublað

Uppgjörseyðublað