Fréttir

Utilegukortid 2012

Nú eru komin ný tilboð fyrir sumarið 2012 á heimasíðuna. Þetta árið bjóðum við uppá sérkjör til félagsmanna á Útilegukortinu og Veiðikortinu ásamt gistingu hjá Hótel Eddu. Eftir sem áður bjóðum við einnig uppá sérkjör á miðum í Hvalfjarðargöngin.

Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðunni undir "Orlofstengdtilboð 2012".

- Stjórnin

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarhús fyrir sumarið 2012. Umsóknum skal skila fyrir 8. maí nk. og úthlutun fer fram þann 15. maí. Eftir 15. maí verður hægt að sækja um lausar vikur og helgar eins og utan háanna tímabils.

Málþing BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga verður haldið á Grand hótel Reykjavík
þann 19. janúar nk. frá kl.13.00-16.00.
Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun kynnir niðurstöður skýrslu sem hann vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.

ISAVIA var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða fyrrum öryggisverði á Keflavíkurflugvelli 1,9 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar en manninum var sagt upp eftir að hann tilkynnti um veikindi en mætti þrátt fyrir það á tónleika.

Desember útgáfa af veffréttabréfi Starfsmenntar er komið út. Smelltu hér til að lesa það.
Bent er á FFR er aðildarfélag að Starfsmennt. Starfsmennt býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða bæði í staðarnámi sem og fjarnámi. Námskeið á vegum Starfsmenntar eru félagsmönnum FFR að kostnaðarlausu.