Fréttir

Við viljum biðja félagsmenn að svara könnun sem send var til þeirra rafrænt í tölvupósti.

Könnunin varðar fjölgun á orlofskostum.

Vekjum athygli félagsmanna á breytingum A-deildar lífeyrissjóðs, sjá meðfylgjandi upplýsingaspjald.

A-deild lífeyrrisjóðs, upplýsingar

Búið er að opna fyrir vetrarleigu í orlofshúsum FFR.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins
Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn.


Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Heilgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.

Engir punktar eru teknir af vetrarleigu.

Kæru félagsmenn,
 
Þar sem úthlutun orlofskosta félagsins er nú lokið fyrir sumarið 2017, viljum við vekja athygli á því að nú hefur verið opnað fyrir bókanir á þeim tímabilum sem ekki var úthlutað og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.
 
Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.
 
Skarpi

Á hádegi í dag lauk atkvæðagreiðslu félagsmanna FFR um nýundirritað samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR við SA/Isavia ohf. 

Niðurstöður atkvæðagreiðslu voru þessar:

Á kjörskrá voru alls 354 félagsmenn, atkvæði greiddu 215 eða 60.1% félagsmanna.

Alls samþykktu 155 félagsmenn (alls 72.9% félagsmanna) samninginn og 60 félagsmenn (alls 27.91% félagsmanna) höfnuðu honum.

Kjarasamningurinn er því samþykktur með meirihluta atkvæða félagsmanna.

Undirritaðan samning 2017 og launatöflur félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf. fyrir árin 2017-2019 má nú finna á heimasíðunni undir flipanum kjaramál (valmöguleikinn kjarasamningar).

Stjórn og Aldís

 
Kæru félagsmenn,
 
Nú er öllum kynningarfundum um nýjan kjarasamning FFR og SA/Isavia ohf. 2017 lokið.
 
Félagsmenn sóttu fundina vel og má því ætla að margir hafi þegar gert upp hug sinn.
 
Opnað hefur verið fyrir rafræna atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn hafa fengið tölvupóst þess efnis. 
 
Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt frá kl. 16.00 miðvikudaginn 12. apríl 2017 og henni lýkur kl. 12.00, þann 24. apríl 2017.
 
Íslykill eða rafræn skilríki eru skilyrði þess að unnt sé að greiða atkvæði rafrænt. Ef einhver vandamál koma upp eru menn vinsamlegast beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Mjög mikilvægt er að allir félagsmenn taki afstöðu til samningsins. 
 
Bestu kveðjur,
Stjórn og Aldís