Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí kl. 18:00.
Fundurinn fer fram á Réttinum, Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrirfram á fundinn með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Stjórn FFR endurtekur nú leikinn frá því í fyrra í ljósi gríðarlegrar ánægju félagsmanna og býður félagsmönnum aftur lítið eitt endurbættan sumarglaðning í formi niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2021 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og sala hótelmiða eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2021 (tímabilið 15. maí - 30. september 2021).
Niðurgreiðslan er að hámarki 8.000 kr. á dag í allt að 14 daga, þó að hámarki 56.000 kr. Sá sem nýtir alla niðurgreiðsluna greiðir 28 punkta af punktainneign sinni í orlofskerfi félagsins (hlutfallslega færri punktar miðað við lægri niðurgreiðslu). Athugið að niðurgreiðsla til félagsmanns getur aldrei orðið hærri en útlagður kostnaður hans. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður kaupir 7 gistinætur á 5.000 kr. nóttina getur niðurgreiðsla frá FFR ekki orðið hærri en 5.000 kr. per nótt (alls 35.000 kr.).
Búið er að opna fyrir bókanir á þeim vikum í sumar sem eru lausar eftir úthlutun. Gildir nú reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Sjá lausar vikur á orlofsvef félagsins.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2021.
Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.
Leigutími er mánudagur til mánudags.
Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars.
Einnig er opið fyrir umsóknir um jól og áramót á Tenerife þ.e. 22. desember 2021 til 5. janúar 2022. Verð fyrir þessar 2 vikur er 70.000 kr. og 36 punktar.
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars.
Búið að opna fyrir bókanir á Tenerife til loka mars 2022.
Stjórn FFR hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum, hótelum, í ferðavögnum, sumarhúsum og/eða húsbílum innanlands í sumar með sambærilegum hætti og síðasta sumar. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.
Búið er að opna fyrir bókanir á lausum vikum í íbúðinni á Tenerife fram til 1. desember 2021.
Icelandair mun fljúga í beinu flugi á miðvikudögum og laugardögum í sumar.
Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt nema að flug hafi fallið niður. Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.
Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.
Til að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja TENERIFE SUMAR 2021.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá miðvikudegi til miðvikudags. Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.
Athugið að við brottför skilja félagsmenn 100 evrur eftir sem greiðslu fyrir þrifum.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021.
Icelandair mun fljúga í beinu flugi á miðvikudögum og laugardögum í sumar.
Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt nema að flug hafi fallið niður. Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.
Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.