Fréttir

Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér námsframboð Starfsmenntar í vetur. Framboðið er glæsilegt og flestir ættu að finna eitthvað áhugavert, langflest námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu http://smennt.is/.

Ágætu félagsmenn, haustið hefur laumast upp að okkur og ekkert lát er á veðurblíðunni sem leikið hefur við landsmenn í allt sumar. Við viljum vekja athygli ykkar á því að nú hefur verið opnað fyrir bókanir í orlofshúsum félagsins fyrir vetrartímabilið sem þegar er hafið. Fáir hafa bókað tímabil enn sem komið er og viljum við hvetja ykkur kæru félagsmenn til þess að kíkja á vefinn okkar http://orlof.is/ffr/ þar sem þið getið athugað hvort að þið getið nýtt ykkur orlofshúsakosti félagsins komandi misseri og skipulagt notalegar stundir með fjölskyldunni eða góðum vinum. Engir punktar eru greiddir fyrir vetrarleigu í húsunum og fyrstur kemur - fyrstur fær. Stjórn FFR sendir kveðjur og hlakkar til samstarfsins í vetur.

Góðan daginn kæru félagsmenn,

við viljum vekja athygli ykkar á því að margar vikur eru lausar í orlofshúsum félagsins í ágúst. Endilega kíkið inn á orlofsvefinn og athugið hvort að þið getið nýtt ykkur einhverja orlofshúsakosti FFR á næstunni http://orlof.is/ffr/site/rent/rent_list.php

Íbúðin okkar á Akureyri var að losna. Um að gera að skella sér norður í sólina. Lækkað verð og 0 punktar.

Íbúðin er 86 fermetrar að stærð 3ja herbergja og skiptist í hjónaherbergi, barnaherbergi, stofu og er þaðan gengið út á svalir. Íbúðin er skemmtilega staðsett með útsýni yfir KA-völlinn við Dalsbraut. Örstutt er í bakarí og matvöruverslun og aðeins stutt ganga niður í bæ.

 

 

Íbúðina er hægt að bóka á orlofsvefnum.

 

 

 

 

Góðan daginn, við viljum vekja athygli félagsmanna á því að í næstu viku er spáð undursamlegu veðri í Borgarfirðinum og svo heppilega vill til að húsið okkar í Munaðarnesi er laust mánudaginn 06.06.2016 - mánudagsins 13.06.2016. Áhugasamir fari inn á orlofsvefinn http://orlof.is/ffr/ og þar geta menn bókað næstu viku í Munaðarnesi og kannað hvort eitthvað annað heppilegt sé laust í sumar. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Öll húsin okkar hafa nú verið yfirfarin og eru tilbúin í að þjóna félagsmönnum vel í allt sumar.

Í kjarasamningi félaganna frá apríl 2014 er bókun er segir að ef launataxtar á almennum markaði hækki árin 2015 og 2016 umfram umsamda launahækkun í kjarasamningi FFR, SFR og LSS skulu félagsmenn okkar njóta þess.

Til samræmis við bókunina hafa FFR, SFR og LSS enn á ný gengið frá samkomulagi um hækkun launatöflu félagsmanna hjá Isavia sem gildir frá 1. janúar 2016.

Útfærslan er á þá leið að launatafla hækkar öll um 1,25% og jafnframt þessu er samkomulag um að önnur laun hækki um 5,7% frá 1. janúar 2016. 

Undirritað samkomulag ásamt nýrri launatöflu eru birt undir flipanum kjarasamningar hér á heimsíðu félagsins.