Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur vísað kjaraviðræðum við Isavia og Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara eftir árangurslausar viðræður undanfarnar vikur.
Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins var haldinn í BSRB húsinu að Grettisgötu föstudaginn 27. maí 2011. Fjórtán félagsmenn sátu fundinn. Hefðbundin aðalfundarstörf voru tekin fyrir á fundinum og ný stjórn kjörin.
Nýja stjórn skipa:
Kristján Jóhannsson, formaður
Sigurjón Hreinsson, varaformaður
Ragnheiður Júlíusdóttir, gjaldkeri
Andri Örn Víðisson, ritari
Emil Georgsson, meðstjórnandi
Varastjórn skipa þau:
Anna Birna Árnadóttir
Sigurður Óli Kjartansson
Ólína Margrét Haraldsdóttir
FFR auglýsir eftir framboðum til stjórnar félagsins. Skilafrestur framboða er til miðvikudagsins 27. mars 2013.
Framboðum skal skila bréfleiðis á skrifstofu félagsins merkt "Framboðslisti":
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
Grettisgötu 89, 103 Reykjavík
Vakin er athygli á eftirfarandi úrdrætti úr lögum félagins: