Fréttir

FFR veitir félagsmönnum sínum sem starfa við sumarafleysingar hjá Isavia skólastyrk allt að 30.000 krónum fyrir nám sem hefst að hausti eftir að sumarstarfi lýkur. Styrkurinn nýtist hvort heldur sem er fyrir skólagjöldum í framhaldsskólum eða háskólum.

Ítarlegri upplýsingar varðandi úthlutun styrkja og umsóknarferlið sjálft verða birtar á heimasíðu félagsins fljótlega.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun fyrir eftirfarandi tímabil

  • Sumar innanlans: tímabilið 29. maí - 2. október 2023

  • Jól og áramót Tenerife: tímabilið 19. desember 2023 til 2. janúar 2024

  • Páskar Tenerife: tímabilið 19. mars - 2. apríl 2024

Frestur til að sækja um úthlutun er til og með 2. apríl 2023. Úthlutun fer fram mánudaginn 3. apríl.

Haust og vetur á Tenerife opnast kl. 14:00 mánudaginn 3. apríl og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Athugið vegna mikillar ásóknar er nú aðeins í boði að bóka eina viku að vetri og kostar vikan 35.000 kr. og 20 punkta.

Sótt er um á orlofsvef FFR.

Aðalfundur Félags Flugmálastarfsmanna Ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 18:00 á Réttinum, Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ.

Dagskrá fundar

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningar FFR 2022 lagðir fram til úrskurðar

3. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir og einn til vara

4. Félagsgjöld fyrir næsta starfsár ákveðin

5. Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna! 

Nýr kjarasamningur á milli FFR og Samtaka atvinnlífsins vegna Isavia ohf. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á miðnætti.

 


Nýr kjarasamningur FFR við SA/Isavia var undirritaður þann 3. mars 2023. 

 Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 08:00 miðvikudaginn 8. mars 2023 og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 12. mars 2023. Niðurstöður atkvæðagreiðslu verða kynntar á hádegi mánudaginn 13. mars 2023.

 Samninganefnd FFR heldur eftirfarandi kynningarfundi um samninginn fyrir félagsmenn:

 

Mánudagur 6. mars kl. 11:00 hjá flugvallarþjónustu á Keflavíkurflugvelli (í þjónustuhúsi 2. hæð).

Mánudagur 6. mars kl. 16:30 í flugstöð Leifs Eiríkssonar (Eiríksstaðir).

Mánudagur 6. mars kl. 19:30 í húsi BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík (salur á 1. hæð inn af matsal).

Þriðjudagur 7. mars kl. 09:30 á Egilsstöðum.

Þriðjudagur 7. mars kl. 16:00 á Akureyri.

Báða dagana verða haldnir símafundir með félagsmönnum á landsbyggðinni og biðjum við áhugasama um að senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við ákveðum tímasetningar símafunda í sameiningu.

  

Bestu kveðjur,

Samninganefnd FFR

Ótímabundið yfirvinnubann er því hér með boðað kl.16:00 föstudaginn 3. mars hjá félagsmönnum FFR sem vinna hjá Isavia ohf. og dótturfélögum þess.

 Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Atkvæðagreiðsla um ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf.